23.3.2007 | 08:43
$$$$$$$$$$
Jæja nú er gott að eiga góða bloggvini sem borga með okkur
ekki veitir af að opna reikning, hummh en allavega, verk sem átti að vera létt og löðurmannlegt er orðið að stórveseni, við héldum að það væri hægt að leggja ofan á gólfið sem var fyrir og rétta það þannig en það var bara bjartsýnis BOMBA hjá mér. Það þurfti að rífa allt upp styrkja alla bita hreinsa drasl sem er af öllum gerðum þarna allt frá sykurpokum, skólabókum, dagbókum niður í steypuafganga
Nú við náttúrulega rifum þetta hreinsuðum og gerum vel það náttúrulega þíðir ekkert að vera að þessu ef þetta er ekki gert vel. Nú síðan í gær þá var enn eitt smiðurinn benti okkur á að best væri nú að skipta um hurðir fyrst verið væri að þessu, og þar fara fullt af seðlum $$ þar sem við að sjálfssögðu gerum eins og fagmaðurinn ráðleggur
ætlum við náttúrulega að skipta um hurðir. OG síðan var líka ákveðið "fyrst við erum að þessu að loka á milli hjá prinsessunum þannig að þær fá sitthvort herbergið, þær hljóta að verða ánægðar með það þessar elskur. En svo fórum við hjónin í Byko í gær og hvað haldið þið Magga mín myssti næstum niður um sig buxurnar þegar við vorum að skoða eldhús
Draumaeldhúsið bíður nefnilega eftir okkur í Byko bara fara og sækja það $$ humm fer Bomba kanski að kosta dáldið he he. En hún Bomba kemur til okkar í dag
Eftir langa bið er litla krílið að koma til okkar, Krakkarnir eru búin að vera yfir sig spennt, í gær sagði yngsta prinsessan á morgun get ég sungið allan daginn Bomba kemur í dag Bomba kemur í dag
þessi yndislegu börn
Athugasemdir
viltu kanski annan hund Kiddi minn
Margrét M, 23.3.2007 kl. 09:35
Hummh ertu farin að skoða önnur hús
Kristberg Snjólfsson, 23.3.2007 kl. 09:40
he he he ... humm, en er rétt að vera að koma þessu alltaf yfir á mig að ég vilji kaupa allt ...
Margrét M, 23.3.2007 kl. 09:45
he he ég er saklaus
Kristberg Snjólfsson, 23.3.2007 kl. 09:47
Þið eruð bara æði
Gangi ykkur vel með Bombu og knúsið krakkana frá mér
Vatnsberi Margrét, 23.3.2007 kl. 09:50
Er hún ekki bara að pæla í að taka stofuna í gegn og baðið og fá bílskúr undir krúsina og......og...........og..............og.............
Ingvar, 23.3.2007 kl. 11:27
Það er nú bara þannig að það sem lítur út fyrir að vera einfalt og ódýrt endar að vera flókið og dýrt Kiddi; manstu eftir Gunnarsbrautinni ??
Björn Zoéga Björnsson, 23.3.2007 kl. 14:44
Jamm þetta er svipað bara 4x stærra
Kristberg Snjólfsson, 23.3.2007 kl. 14:56
hahah kvitt
Ólafur fannberg, 23.3.2007 kl. 17:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.