10.3.2007 | 17:05
Sumarið nálgast
Núna þegar sól fer hækkandi og sumarið nálgast þá er ekki laust við að það sé kominn smá fiðringur í mann að prófa nýja sportið sem við hjónin skeltum okkur í, en við byrjuðum í golfi í fyrra og er það bara helv gaman. En oft er maður orðinn í spreng en þá væri nú gott að hafa gott náðhús eins og er hérna á myndinni greinilega ekki gott að vera á neðri hæðinni humm
Athugasemdir
passaðu þig á golfkúlunum hehehe...annars veit ég um góðann stað ef þig vantar slatta af golfkúlum (liggja á botni sjávar) en grunnt...bið að heilsa voffa og frúnni
Ólafur fannberg, 10.3.2007 kl. 17:27
Pant brölta upp stigan
Solla Guðjóns, 10.3.2007 kl. 20:07
Er ekki hægt að æfa sig einhverstaðar inni í golfi :)
Vatnsberi Margrét, 10.3.2007 kl. 20:50
Mér fynnst alltaf athyglisvert þegar sagt er frá golfkeppnum og það er talað um að þessi eða hinn hafi farið á fugli, erni, skolla og einhverjum fleiri dýrategundum.
Ég hélt alltaf að þetta snérist um að koma kúlunni ofan í einhverja holu en ekki skjóta niður fugla og fleiri dýr með henni
En er ekki málið að fá sér bara svona rafmagnsgolfbíl með rósóttri regnhlíf og hengja grænan ferðakamar á hjólum aftaní? Þá er bæði hægt að hvíla lúna fætur og fara afsíðis eftir þörfum.
Ingvar, 10.3.2007 kl. 21:23
Þarna komstu með það Ingvar fæ Möggu í þetta enda, en annars með mig ég hef ekki enn náð neinum fugli alltaf að reyna en þeir eru alltaf svo langt í burtu
Kristberg Snjólfsson, 11.3.2007 kl. 09:59
miða og skjóta svo þá ætti fuglinn að koma
Ólafur fannberg, 11.3.2007 kl. 10:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.