16.2.2007 | 09:57
Heppinn
Er að velta fyrir mér að vera HEPPINN það getur verið happdrættisvinningar, heppinn að sleppa lifandi frá einhverju, heppinn með vini og svoleiðis. Ég tel mig vera ákaflega heppinn ég á fáa en góða vini HEPPINN ég á tvær yndislegar dætur HEPPINN ég á 3 æðislega stjúpsyni HEPPINN, en þarna er HEPPNI minni ekki lokið ég á líka æðislega góða eiginkonu sem hefur fært mér mikla HEPPNI í lífinu, það er nefnilega gríðarlega mikilvægt finnst mér að eiga konu sem maður er ástfanginn af og umfram allt að konan er einnig MANNS besti vinur. Núna halda sumir að ég sé alveg að missa mig og er það allt í lagi maður má alveg missa sig stöku sinnum og leyfa þeim sem manni þykir vænst um að finna það. Ég held nefnilega að maður geti ekki gert of mikið af því að segja sýnum nánustu hvers virði það er. Ég vill miklu frekar vera heppinn í fjölskyldumálum en að vinna einhverja peninga eða veraldlega hluti fyrir mig er mesta heppnin mitt barnálán og að hafa fengið að kynnast bestu konunni
Athugasemdir
.ég er miklu heppnari en þú ég á... 3 yndislega syni Heppin, 2 yndilegar stúpdætur Heppin, og 1 dásamlegan eigin mann,sem er besti vinur minn líka Heppin ... það er ekki hægt að vera heppnari en það .. bara einfaldlega ekki hægt ..
Margrét M, 16.2.2007 kl. 10:06
Þið eruð eins og sniðin fyrir hvort annað og eruð svo sannarlega heppin að lífið færði ykkur saman
Vatnsberi Margrét, 16.2.2007 kl. 10:28
Vara að lesa bloggið þitt og langað bara að segja að þið tvö virðirs meta virkiklegu verðmæti lífsins og til að halda þeim uppi áfram þarfa að rækta þau.
kveðja ein ókunnug
Unnur Guðrún
Unnur Guðrún , 16.2.2007 kl. 13:50
Maður verður hugsa vel um verðmætin og ekki gleyma hvað maður er HEPPINN
Kristberg Snjólfsson, 16.2.2007 kl. 14:56
Unnur Guðrún í Nogegi er ekki ókunnug mér. Hún er náfrænka mínl. En ég vildi segja allveg það sama og hún og það gleður mig að heyra um ást og vináttu ykkar beggja. Kristberg ég vona að þér líði betu í bakinu.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 17.2.2007 kl. 00:53
PS. Þetta hljómar annkannarlega. Ég átti náttúrulega við vináttu ykkar hjónana en ekki Unnar.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 17.2.2007 kl. 11:54
kvittós
Ólafur fannberg, 19.2.2007 kl. 07:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.