Dagur tvö

Jæja þá er dagur tvö runnin upp ég enn að drepast í bakinu, gærdagurinn var ekki neitt sérstaklega góður lá að mestu uppi í sófa át verkjalyf og bullaði í hundinum, en hann var sá eini sem skildi mig þar sem ég var orðin svo þvoglumæltur af því að éta parkotin forte eins og cerios, en þó að ég æti ótæpilega af verkjalyfjum þá var ég samt að drepast ef ég fór á hreyfingu. Ég varð að fara á smá fund í gærmorgun gat alls ekki sleppt að fara og var ég alveg eins og hálfviti fólk horfði á mig þegar ég kom labbandi enda gekk ég á hlið og var bogin eins og að ég væri að fara að hnýta skóreimarnar hjá mér get rétt ýmindað mér hvað fólk hugsaðiLoL. Ég fór í lyftu upp á skrifstofuna þangað sem ég var að fara og náttúrulega fékk  ég alla þar til að vorkenna mér rosalega mikið, átti alveg einstaklega bágt á meðan að ég stoppaði þarna.Blush En það sem verra var var að fundurinn var haldinn á 3. hæð og þegar ég var að fara þá var helv lyftan biluð og ég varð að neyðast til að fara niður stigann það tók mig um 10 mín að fara niður og náttúrulega um leið og ég var kominn niður var helv lyftan komin í lag Angry En allavega er þetta allt að koma er farinn að geta staðið nokkuð beinn og eitt sem er alveg frábært ég get orðið pissað standandi Wink en  það hef ég ekki getað frá því að ég fékk í bakið, ég held að ástæðan fyrir því að ég sé að verða góður er að mín dásamlega, yndislega, æðislega,fræbæra kona nuddaði bakið á mér og vorkenndi mér alveg einstaklega mikiðWhistling ég veit hreinlega ekki hvar ég væri ef ég ætti hana ekki InLove en allavega þá er þetta allt að koma ég verð ábyggilega kominn á fullt á morgun enda má ég ekkert vera að því að liggja heima. Knús til ykkar og takk fyrir batakveðjurnar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

ef ég vorkenni þér rosalega extra mikið í dag, þá er ég viss um að þú verður miklu betri á morgun ,hvernig er annars  að labba við hliðina á sjálfum sér 'svoldið spes ..

Margrét M, 15.2.2007 kl. 10:46

2 Smámynd: Ólafur fannberg

bestu baráttukveðjur.....láttu kellu snúast í  kringum  þig alveg extra hehhehehe

Ólafur fannberg, 15.2.2007 kl. 11:09

3 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Hún er nú svo viljug þessi elska að snúast í kring um mig að ég varla get beðið hana um að gera meira af því

Kristberg Snjólfsson, 15.2.2007 kl. 12:54

4 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Þú verður komin á ról áður en þú veist af með svona góða konu

Vatnsberi Margrét, 16.2.2007 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband