14.2.2007 | 10:43
Ekki gott
Konan var að fara að setja rúmföt upp í efri skáp í gær en þessi elska er ekki nógu stór til að setja þangað upp þó svo að hún hoppi eða standi á tám þá bara er hún ekki nógu stór, ég náttúrulega sá þetta og hló ekki lítið að sjá hana hoppa eins og fallegur kjölturakki að reyna að ná í nammi, ég hreinlega var að springa og ákvað að gera þetta bara sjálfur, en askoti er efri skápurinn hátt uppi ég bara náði ekki heldur og þar með fór coolið til fjandans
þannig að ég fann náttúrulega upp á snyldarráði í staðinn fyrir að ná í stól til að stíga uppá þá vildi minn náttúrulega sýna hvað í honum býr og beygði sig niður til að taka sýna elskulegu konu bara á háhest og lyfta henni upp
og hún náttúrulega gerir eins og ég bið hana um að setjast á axlirnar á mér og svo skyldi ég bara lyfta henni upp í efri skápinn og þá gæti hún bara lagað þar til í leiðinni, en um leið og ég ætlaði að standa upp þá kom það ég steinlá á gólfinu engdist um eins og nýveiddur urriði með þessa líka fáránlegu verki í bakinu, ég rétt náði að skríða að rúminu og dröslast þar uppí og coolið var þarna komið í algjört lágmark skríkti eins og grís á leiðinni til slátrunar, Magga mín var alveg niðurbrotin hélt að hún hafi gert þetta við mig en svo var ekki þannig að ég get ekki kennt heimilisofbeldi um að ég geng um eins og krypplingur núna. Náttúrulega varð ég að reyna að fara í heitt bað fá nudd og allt sem okkur datt í hug en ekkert er að virka búinn að éta mest allt úr lyfjaskápnum en ég verð bara skrítnari í kollinum með hverri pillu sem ég ét
Svo náttúrulega varð minn að hringja og fá tíma hjá heimilislækninum en þá kom enn annað upp enginn tími fyrr en í næstu viku, humm og ég get ekki staðið, þá bað ég um tíma hjá einhverjum öðrum doksa en nei ekki heldur get komið eftir kl 4 í dag á vaktina, nú var ég farinn að verða pirraður spurði hvað ef ég væri nú bara dauður kl 4 ha hvað þá ? en fattaði svo að þetta er ekki hjartasjúkdómur heldur bakverkur, en það er sama ég sagði að' ég yrði að fá tíma held að greyið konan í símanum hafi bara ekkert vorkennt mér, líklega heyrt í sönnum karlmanni áður. En allavega þá lofaði hún að það myndi hjúkrunarfræðingur hringja til mín sem og var að gerast rétt í þessu og já hún sagði heyrðu ég læt lækni hringja í þig
ég spyr af hverju gat ekki bara læknir hringt strax ? æi ég er bara í einhverju lyfjarussi núna og varð að setja þetta niður á blað.
Athugasemdir
gleðilegan Valentínusardag ástin mín eina
ég er þá ekkert lítil eftir allt saman.. he he ... þú segir skemmtilega frá þessu .. en ég vona að þú lagist sem fyrst í bakinu ,það er ekki gott að vera svona ...og ég bara nudda þig og verð voða góð við þig ..
Margrét M, 14.2.2007 kl. 10:58
humm ,er þetta vísbending ...spurning hvort að ég þurfi að létta mig eða fliss..
Margrét M, 14.2.2007 kl. 11:05
Það hefur ekki vantað þú ert alltaf góð við mig og til hamingju með daginn Ástin mín
Kristberg Snjólfsson, 14.2.2007 kl. 11:13
hahaha og það á þessum dag sjálfum Valentinusadeginum Til hamingju með daginn annars.....Kannast við bakverk að eigin raun ekki gaman...gangi þér vel
Ólafur fannberg, 14.2.2007 kl. 12:35
Ahahah frábær skrif en sorglegur endir á deginum, en ég efa það ekki að hún Magga á eftir að dúlla við þig eins og hún getur !!!!
Samúðar knús frá Noregi
Sigrún Friðriksdóttir, 14.2.2007 kl. 14:58
Takk fyrir samúðarhveðjurnar. Hef legið í allan dag og Gutti greyið búinn að skoppa í kring um mig og reyna að hugga mig verst hvað maður verður ruglaðri af öllum þessum verkjalyfjum en ég held ég reyni samt að sleppa þeim sem fyrst.
Kristberg Snjólfsson, 14.2.2007 kl. 16:47
Flott frásögn og dúllulegar þrjár fyrstu athugasemdirnar
Gunnar Helgi Eysteinsson, 14.2.2007 kl. 17:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.