5.2.2007 | 11:47
Eins gott að athuga hvað margir eru með vinninginn ha ha
Stóri vinningurinn hans Bills
Bill Helko, sem býr í Kaliforníu varð himinlifandi þegar hann vann fyrsta vinning í lottói í heimabæ sínum, enda hljóðaði vinningurinn upp á 412.000 dollara. Til þess að hafa vaðið fyrir neðan sig hringdi Bill í lottóið og fékk staðfest að hann væri með réttar tölur fyrir fyrsta vinning. Þvínæst pantaði Bill sér Porche sportbíl, bókaði ferð fyrir fjölskylduna til Hawaii og bauð vinum og vandamönnum í kampavínsveislu á dýrum veitingastað í Hollywood. Allir samglöddust Bill og drukku ótæplega af kampavíni, með sniglum, stórsteikum og öðrum kræsingum.Svo fór Bill að sækja vinninginn, og mikið rétt hann var með allar réttu tölurnar. Það voru líka 9.097 aðrir vinningshafar. Hlutur Bills af pottinum var 45 dollarar.
Athugasemdir
he he .. aumingja kallinn
Margrét M, 5.2.2007 kl. 11:48
já kannski hefði hann átt að spyrja að því, en ættingjar hans og vinir glöddust hinsvegar
Viðar Þór Marísson, 5.2.2007 kl. 15:35
Velkomin í bloggheima :)
Greyið kallinn hefur farið á hausin.
Vatnsberi Margrét, 5.2.2007 kl. 18:05
einn óheppinn....
Ólafur fannberg, 6.2.2007 kl. 00:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.