Framhald af gærdeginum

Sko það var ekki bara það að ég gaf konunni kjól í gær Tounge heldur fórum við líka á Grillið að hótel sögu og fengum okkur æðislegan mat. Fengum okkur 4rétta seðil sem var settur saman af kokkinum eitthvað óvænt, það var alveg frábærtTounge hörpuskel og sandhverfa í forrétt  dádýralundir í aðalrétt og ég veit ekki hvað það heitir sem var í eftirrétt en alavega var konan svo brjáluð í það að ég hélt hún myndi ráðast á kokkinn til að fá uppskrift. Þetta var í allastaði allveg æðislegt kvöld bara gaman  að vera tvö ein knúsast og leyfa okkur að vera ástfangin eins og unglingarInLove Mæli hiklaust með að leyfa kokkinum að velja eitthvað óvænt það kom okkur sannarlega á óvart og var alveg geggjað fyrir bragðlaukana.  Og að sjálfssögðu var Magga í nýja kjólnum og bar af öðrum á grillinu

Magga

Og þarna er mynd af þessari elsku í nýja kjólnum, er hún ekki flottHeart


X factor

Ég var að horfa á xfactor á föstudaginn, þar var kynnirinn hún Halla Vilhjálms afar glæsileg að vandaTounge  Kjóllinn sem hún var í var alveg hrikalega flottur þannig að ég dró betri helminginn minn með mér í gær í búðina þar sem þessi flotti kjóll fæst ( man bara ekki hvað hún heitir verslunin ) en allavega þá mátaði Magga mín að sjálfssögðu kjólinn og var hún að sjálfssögðu miklu flottari en Halla,  en það voru bara svo margir flottir kjólar á konuna að ég endaði með að kaupa allt annan kjól en upphaflega stóð til, gaf konunni þennan kjól í tilefni dagsins ( bara að gamni )Heart  Hún var ekkert smá flott í þessum kjól og var sjálf að rifna úr monti í allan gærdag enda afar glæsileg.

Bloggfærslur 11. mars 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband