Færsluflokkur: Bloggar
11.2.2007 | 10:20
Grill / hjólhýsi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.2.2007 | 11:22
Hvað ef eitthvað kæmi fyrir
Með bíl í drætti á 105 km hraða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.2.2007 | 16:30
Einn góður
Hjón nokkur fóru til tannlæknis. Konan segir við tannlækninn
að hún vilji láta rífa tönn. En kvaðst jafnframt vera á
mikilli hraðferð svo það væri engin tími fyrir deyfingar.
Bara ráðast á tönnina og rífa hana strax úr, eins fljótt og
hægt er!
Tannlæknirinn varð orðlaus af undrun!
"Kona góð, þú ert mjög huguð! Sýndu mér nú tönnina sem á að
rífa!"
Konan snýr sér þá að manninum sínum og segir,
"Gunnar...komdu fljótur elskan mín og sýndu nú tannlækninum
tönnina sem þarf að rífa úr þér!"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.2.2007 | 20:32
Frábært hjá Björgólfi
Líst vel á þetta hjá Björgólfi hann er að gera flotta hluti með þessum kaupum.
Varanleg sýning, fundarsalir og gestaíbúð að Fríkirkjuvegi 11 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2007 | 18:12
Er ekki rétt að fjárfesta í sokkabuxum
Sokkabuxur fyrir karlmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.2.2007 | 18:12
Flott að sofna svona hjá sinni heittelskuðu
Í faðmlögum í 5.000 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.2.2007 | 13:16
Úff sé aumingja manninn í anda
Konan reyndist vera karlmaður
Til grimmilegra átaka kom í heimahúsi á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt sunnudags. Tveir slösuðust og þykir mesta mildi að ekki skyldi fara verr en raun varð á, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins.Forsaga atburðarins er sú, að tveir menn buðu þremur stúlkum með sér heim eftir að hafa hitt þær á skemmtistað. Fór vel á með fólkinu, sem leiddi til þess að annar karlmaðurinn og ein stúlknanna fóru inn í herbergi í íbúðinni, meðan hin þrjú dvöldu frammi í stofu. Parið í herberginu fór að láta vel hvort að öðru, en þegar lengra dró og stúlkan hóf að fækka fötum kom í ljós að hún var vaxin niður sem karlmaður.
Við þessa uppgötvun trylltist maðurinn, réðst á gest sinn, barði hann og tók hann kverkataki. Hann hafði haldið takinu drjúga stund þegar gestur hans náði taki á járnstöng og barði hann í höfuðið. Við höggið losaði maðurinn takið, en hann hlaut stóran skurð á höfuðið, sem þurfti að láta sauma.
Aðrir íbúar í húsinu kölluðu á lögreglu skömmu eftir að atgangurinn hófst. Maðurinn gaf síðan skýrslu í gær, en umræddur gestur hans hefur lýst því yfir að árásin verði kærð til lögreglu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.2.2007 | 12:47
Sterar og lítil tippi
Er að velta fyrir mér þetta með sterana, hvað eru menn að pæla þetta hefur áhrif á kyngetuna tipið verður eins og rúsína og skapið allveg brjálað, til hvers eru menn að gera sjálfum sér þetta ? er þetta sjálfspíningarhvöt eða er þetta bara við mannskepnan sem erum svona rugluð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.2.2007 | 11:47
Eins gott að athuga hvað margir eru með vinninginn ha ha
Stóri vinningurinn hans Bills
Bill Helko, sem býr í Kaliforníu varð himinlifandi þegar hann vann fyrsta vinning í lottói í heimabæ sínum, enda hljóðaði vinningurinn upp á 412.000 dollara. Til þess að hafa vaðið fyrir neðan sig hringdi Bill í lottóið og fékk staðfest að hann væri með réttar tölur fyrir fyrsta vinning. Þvínæst pantaði Bill sér Porche sportbíl, bókaði ferð fyrir fjölskylduna til Hawaii og bauð vinum og vandamönnum í kampavínsveislu á dýrum veitingastað í Hollywood. Allir samglöddust Bill og drukku ótæplega af kampavíni, með sniglum, stórsteikum og öðrum kræsingum.Svo fór Bill að sækja vinninginn, og mikið rétt hann var með allar réttu tölurnar. Það voru líka 9.097 aðrir vinningshafar. Hlutur Bills af pottinum var 45 dollarar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.2.2007 | 16:04
Fyrsta bloggið
Jæja ég get nú ekki verið minni maður en konan mín, þannig að ég er að prófa þetta blogg.
Kanski verður eitthvað úr þessu og kanski ekki, en eins og þið sjáið um upplýsingar um höfund þá er ég afar lítillátur og er ekkert montinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)