Skata skata skata skata

Jæja þá er að líða að því að árlega skötuveislan verði sett hjá mömmu og pabba, en venjan er að mamma eldar skötu fyrir þá sem hana vilja, tel ég persónulega að þeyr sem ekki borða skötu hljóta að vera hálf úldnir Sick  en skata er frábær matur en ég verð nú samt að segja að ég myndi nú ekki borða skötu oft á ári, mér finnst þetta passlegt eins og það er. Jólin koma svo með sýnum kræsingum og er það ekki verra fyrir mann eins og mig sem dýrka mat, en held samt að maður verði að passa sig á að stíga laust á vigtina um jólin þannig að maður fái ekki taugaáfall þegar maður horfir á vigtina fara BARA uppávið. En allavega óska ég ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Bomba mótmælir

Það er nokkuð ljóst að besti vinur mannsins er ekkert að skafa utan af því ef honum finnst á sér troðið. En í gær var Bomba skilin ein eftir heima frá kl 9-4 en þegar ég kom heim tók hún að sjálfssögðu vel á móti mér og allt leit vel út hún fékk verðlaun fyrir að vera svona góð ekkert búin að gera stykkin sýn inni eða neitt Tounge  fékk hún að sjálfssögðu mikið hól fyrir, nú út setti ég hana þannig að hún gæti nú svarað kalli náttúrunnar en ekki vildi hún nú vera mjög lengi úti þar sem veðrið var hundleiðinlegt og hundi ekki út sigandi. Inn var hún tekin og farið að leika í smá stund, hún fór að skoða sig um í húsinu og allt var í fína.Whistling  Síðan kemur Magga heim, við förum upp böðum bombu og erum svo að fara niður og þá heyri ég það Magga rekur upp skaðræðisóp segir mér að koma strax sem ég að sjálfssögðu gerði eins og vel tömdum rakka sæmirWhistling , stendur Magga við´nýja fína rúmið okkar með nýju sængunum og með nýja rúmteppinu, það er byrjað að leka þakið segir hún, eða" getur verið og horfum við bæði á Bombu sem var sakleysið uppmálað horfði bara undan og þóttist ekkert vita, Bomba hafði semsagt farið á eina staðinn í húsinu sem hún má ekki fara á en það eru rúmin hún hefur aldrei fengið að fara upp í þau og meig hún þar og það ekkert lítið semsagt allt rennandi blautt í gegn rúmteppi, sæng, yfirdýna og smá niður í tempurdínuna. Hún var bara að láta mig vita að svona skildi ég ekki gera afturDevil  að skilja hana svona lengi eftir heima jafngyldir því að hún geri þarfir sýnar í rúmið okkar.  Verð ég nú að segja að ég hló nú að þessu þar sem mér þótti þetta snyldarmótmæli hjá henni þó að við höfum þurft að vera í allt gærkvöld að þrífa og þurrka. Svo verður spurning hvernig hún tekur á þessu en í dag verður hún skilin eftir jafn lengi og fæ ég ábyggilega einhver mótmæli við því. En dýrin eru nú einu sinni skinsamari en við höldum það er nokkuð ljóst. Wink

Nú er bara að vona að konan lagist

Jæja þá ætlum við skötuhjúin að fá okkur annan skeiðvöll Whistling en sá gamli sem er nú ekki neitt gamall en er að gera Möggu gráhærðaW00t þar sem að vefjagigtin er að angra hana og rúmið okkar of stíft fyrir hana.  En hún er svo slæm í ""SKROKKNUM"" eins og hún segir en mér finnst það svo helv ljótt orð minnir mann á svínaskrokk eða lambaskrokk  humm. En allavega er stefnan tekin í Betra Bak og á að versla langþráð rúm með tempur dýnum nuddi og öllum þessum þægindum, eins gott að við getum svo sofið á þessuWhistling . Held samt að það verði bara til góða ekki má maður láta betri helminginn vera ósofinn á morgnana og að drepast í líkamanum.

Ritskoðanir atvinnurekanda

Mér finnst ótrúlegt að sumir eru hreinlega að ritskoða það sem er skrifað hér á blogginu og heimta að blogg séu fjarlægð ef að þau henta ekki viðkomanda.

En konan mín bloggaði um ----------------------------------------------------------------- ja einns gott að setja það ekki inn þar sem að það getur haft áhrif á hana.

En málið var að yfirmaður hennar taldi ekki við hæfi að hún bloggaði um það sem hún var að blogga um, og verð ég að segja að þetta var slíkur smámunir að ég trúði varla að hún væri beðin um að fjarlægja skrifin sem hún setti inn.

Það er greinilegt að það eru ekki bara baugsfeðgar og Jón í Byko sem geta látið stoppa blogg og blaðaútgáfu heldur líka vill ´þessi yfirmanneskja konunnar minnar ráða hvað stendur á blogginu hennar.

Kannski hefur hún fengið hugmyndina hjá Nonna í Byko veit ekki , en mér finnst þetta fáránlegt.

En annars hafið góða helgi og gangið hægt um gleðinnar dyrWizard


Ungfrú heimur og Magga

Við hjónin vorum að horfa á ymban um helgina og ég rambaði inn á´beina útsendingu frá ungfrú heimurTounge   dætur mínar voru að hörfa líka og ´fengum við ansi margar spurningar Lilja Björt tilkynti að hún væri fegurðardrottningHeart og er ég henni sko algjörlega sammála, en hún er nú líka svo einlæg þessi elska horfði á Möggu og spurði Magga af hverju tekur þú ekki þátt í þessari keppniWhistling  Magga roðnaði vissi ekkert hvað hún ætti að segja en sagði lokks sko ég er orðin allt of gömulFrown  en Lilja Björt var ekkert að kaupa þetta og sagði en þú ert svo ungleg lítur bara jafn vel út og þessar tvítugu stelpur sem eru þarnaSmile  InLove Og verð ég bara að segja að ég er sko alveg sammála Lilju Björt, Magga var ekkert smá ánægð með þessa yfirlýsingu frá barninu og gekk um á bleiku skýi alla helgina söng lagið ég er fegurðardrottning og græt af gleði með reglulegu millibili þess á milli var hún í speglinum veit ekki alveg hvað var að gerast en hún hefur ekki verið svona mikið fyrir framan spegil síðan við kynntumstWhistling   Verð líklega að fylgjast með hverjar verða þátttakendur í næstu keppniWhistling

Ef ég væri ríkur

Ja nú væri ég alveg til í að vera ríkurTounge  er kominn með dellu að ég verði að fá mér nýjan bílWhistling  og minn er nú ekkert að spara það en er að velta fyrir mér að fá ´mér einn svona    það er bara eitt vandamál það er að ég bara á ekki fyrir honum ennCrying  þannig að ég verð bara að setja þetta á 50 ára planið eða kannski eins og Magga segir að ég sé  með 50 daga planiðTounge  en ætti ég ekki bara að fá mér einn svona þegar Magga verður búin að fá launahækkuninaWhistling

Rottur á Kínastað

Púff núna er ég ekki viss um að ég fari oftar að borða á ----- en þar hafa fundist fleiri en 17 stk af stærstu gerð af rottumCrying Þessi veitingastaðakeðja hefur verið sögð besta Kínverska veitingahús á landinu þrifnaður og slíkt til fyrirmyndar EN nú hefur eitthvað mikið gerst allt er orðið vitlaust í húsinu þar sem rotturnar og annar sóðaskapur hefur fundist, en talið er að þær hafi fjölgað sér hratt, haft nóg af hrísgrjónum og öðru góðgæti til að borðaCrying  En allavega fer ég ekki á Suðurlandsbraut nr - að borða á næstunni maður gæti kannski fengið rottukjöt í rétti dagsinsCrying


Getur maður verið í verra formi ?

Þó að ég sé í betra líkamlegu ástandi núna en ég hef verið síðustu tuttugu árin þá er maður nú bara algjör aumingiBlush en um helgina fór ég að setja upp jólaljós á húsið og jú ég þurfti að príla upp í stiga fara 100 ferðirWhistling upp og niður á meðan ég var að hengja ljósin upp, nú þetta eru kannski einhverjir 5 metrar þannig að ekki er verið að tala um verulegt príl,  en ég er þannig núna að ég á bara erfitt með gang er eins og að ég sé búinn að vera í þrælabúðum þar sem ég hef verið píndur áfram af miklu harðræði ( hvað gerðirðu mér Magga mín ) harðsperrurnar í fótunum á mér eru slíkar að ég bara á erfitt með að labba upp stigann hérna heima. Held að þetta sýni að maður verður líka að taka aðeins á hreyfingu. En ég tek það fram að þó ég hafi hengt upp jólaljósin þá er ekki búið að kveikja á þeim en mér finnst að það sé nóg að kveikja um mánaðarmótin, en mikið asskoti er gott að eiga ekki eftir að setja þau upp Tounge get svo látið mér kvíða fyrir að taka þau niður á nýju ári Crying Nei nei þetta er nú ekkert rosalegt tók heila tvo tíma að setja upp þannig að það er ekki eins og að maður hafi verið lengi að þessu. Jæja nóg bull í byli Grin


Ábyrgðarleysi

Ábyrgðarleysi já mér finnst það algjört ábyrgðarleysi af forsætisráðherra landsins að ráðast á verktaka og ráðleggja fólki að kaupa ekki fasteign á meðan verðið er svona hátt "" Ég sé svona fyrri mér núna að hann fari að senda sömu skilaboð að versla ekki bensín þar sem verðið er orðið allt of hátt nú og eða þegar mjólkin fer upp úr öllu valdi að þá muni hann koma og ráðleggja fólki að versla ekki mjólk fyrir börnin þar sem hún sé of dýr. Mér finnst persónulega þetta ekki vera rétta af Hæstvirtum forsætisráðherra að ráðast svona gegn einni stétt sem hann er að gera þarna, ég tel þetta ekki hafa tilskiluð áhrif og ættu þeir að skoða aðra þætti heldur en að skella skuldinni á fasteignamarkaðinn, Þenslan á fasteignamarkaði er jú að stóru leiti út af framkvæmdum sem ríkið hefur komið á t.d virkjanir og f.l það er eins og að ef að íbúðaverð lækki þá muni allt verða svo æðislegt, ég held að á meðan það er þetta mikil eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði mun verðið halda áfram að hækka, en það er alls ekki rétt af Forsætisráðherra að koma með svona sem grefur undan einni stétt mér finnst það persónulega algjörlega fáránlegt af æðsta strumpi landssinns.


Góður

Kæru vinir !             
Fyrir ári síðan lét ég skipta um alla glugga í húsinu okkar. Ég keypti þessa dýru tvöföldu með orkusparandi einangrunarhúðinni. Svo í gær, ég meina það sko, hringdi verktakinn sem seldi mér rúðurnar. Hann sagðist hafa lokið verkinu fyrir einu ári, og ég hefði enn ekki borgað honum eina krónu.


Þó ég sé ljóska þarf það ekki að þýða að ég sé nautheimsk. Ég sagði honum að flinki og vel talandi sölumaðurinn hans sem talaði við mig, hefði fengið mig til þessara kaupa á grundvelli þess að þessar rúður myndu borga sig upp sjálfar á einu ári.


Hallóó!? Núna er nefnilega liðið nákvæmlega eitt ár!


Þá kom löng þögn í símann, svo ég lagði bara á.
Hann hringdi vitanlega ekki tilbaka, hann vill náttúrlega ekki viðurkenna hversu vitlaus hann er!

Kveðja mamma.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband