Komin frá París

Jæja þá erum við skötuhjúin komin heim frá París. En þessi ferð var alveg frábær í alla staði, Frakkar eru greinilega ansi sérstakir og eins gott að koma rétt fram við þá. Nú en ferðin byrjaði svo sem ekki alveg nógu vel, en við flugum´héðan til Amsterdam og þaðan til Parísar og náttúrulega þá tíndist taskan, vorum í smá veseni með hana en þetta reddaðist daginn eftir, nú næsti dagur var líka ansi áhugaverður þar sem við vorum að fara inn á herbergið okkar þá komumst við ekki inn og tók nú tveggja tíma bið eftir að komast inn á herbergið okkar til að geta skipt um föt áður en við færum út að borða, þarna vorum við aðeins farin að vera pirruð en vorum samt ákveðin í að´láta þetta ekki hafa áhrif á okkur. Nú fyrsta daginn fórum við út að borða og tókum svo göngutúr og skoða mannlífið sem er ansi skrautlegt þarna, meðal annars mættum við ungri konu kannski á milli 20-25 ára og sjáum við þar sem hún rífur af sér beltið og Magga segir hva er hún að fara að gyrða sig hérna á miðri gangstéttinni inn um fullt af fólki, humm nei sagði ég hún er að fara að pissa og það var rétt hún settist niður á miðri gangstéttinnii og bara lét vaða þarLoL  En allavega þá var ég með besta ferðafélaga sem hægt er að hugsa sér og áttum við alveg frábæra daga í París fórum í fína veitingastaði siglingu og skoðuðum helstu staðina, mæli hiklaust með að fara þangað og bara labba í rólegheitunum og skoða mannflóruna, við allavega höfðum gaman af

París

Jæja þá er að fara að setja niður einhver föt og henda sér bráðum á flugvöllinn Grin en við hjónakornin förum í fyrramálið til Parísar. Hef verið að skoða veðriðWink þar er sannarlega komið sumar bara 20 stiga hiti Tounge  Ég hef reyndar komið til Parísar áður en að er svo askoti langt síðan að þetta verður eins og að koma i fyrsta sinn, náttúrulega verð ég að láta líta út fyrir að ég sé gríðarlegur heimsborgari vegna þess að Magga hefur ekki komið þarna, búinn að finna alla helstu staðina sem vert er að fara á, reyndar fékk ég hjálp hjá Inga bróðir en hann leggst yfir allt er viðkemur utanlandsferðum og planar og skipuleggur, nú þar sem ég er búinn að vera á haus í verkefnum þá bara setti ég Möggu í þetta þannig að skipulag mitt fór fyrir lítið. humm en allavega þá ætlum við að hafa þetta nautnaferð gera allt sem okkur langarTounge

Nætursímtöl / hefndaraðgerð

Það er með ólíkindum að þegar maður er þreyttur þá er alveg viss passi að það er eitthvað sem truflar hjá manni svefninn Angry  en við fórum um helgina með hjólhýsið í Þrastarlund og vorum þar í frábæru veðri grilluðum og slöppuðum af, nú í nótt þá slökkti ég ekki á símanum frekar en fyrri daginn og þá náttúrulega hringir draslið kl 4,30 ég ekki alveg að fíla það en þetta var eitthvað númer sem ég kannaðist ekki við og þegar ég svaraði var brjálað partí í gangi hjá þeim sem hringdi. Ég skellti á og upphugsaði hefndaraðgerð ákveðinn í að ná mér niður á mannskrattanum sem vakti mig af djúpum ljúfum svefni. Þannig að um leið og ég opnaði augun í morgun þá ´náði ég í símann og hringdi til baka í númerið sem var hringt úr Devil  til að byrja með var ekki svarað en ég ætlaði sko ekki að leyfa manninum að sofa mínútu lengur svo ég hélt áfram þangað til ákaflega svefndrukkinn maður svaraði í símann og ég segi sæll þú hringdir í mig í nótt" ætla bara að vita hvað þig vantaðiDevil   mannræfillinn skildi ekkert í þessu enda eldsnemma á sunnudagsmorgni og ég alveg í essinu að hafa náð mér niður á honumLoL  ég sagði honum að hann hafi hringt kl 4,30 og vakið mig og mína og ég væri bara að vita hvort að hann væri ekki sáttur að láta vekja sig eldsnemmaLoL  mannræfillinn sagði ég hlít bara að hafa hringt í vitlaust númer. En allavega þá náði ég aðeins að brosa yfir þessu fyrst ég náði að bögga hann líka. Niðurstaðan er sú að' ef að þið hringið á mínum svefntíma þá bara bíðið ég kem til með að hringja afturTounge

Jamaica

Nú er konan alveg að spila útShocking , sko ekki ég það getur ekki veriðWhistling  en hún er núna að láta sig dreyma að fara til Jamaica ekki það að mig langi neitt humm en ég náttúrulega er ég svo góður að ég bara samþykki allt sem hún segir eins og vel taminn eiginmaður. Nei nei án gríns þá erum við svona að pæla að fara út næsta haust en manni hefur alltaf langað að fara´til Jamaica, held að það sé gaman að fara þangað kafa og liggja í leti, en okkur langar að halda áfram að læra að kafa en við erum með einhver lágmarkréttindi. Held bara að við skellum okkur fyrnst bara að við eigum það skilið er það ekki bara   Whistling Cool

Byggingaframkvæmdir

Nú held ég að ég sé alveg að spila útWhistling  rétt nýbúinn að taka efri hæðina hérna í gegn og farinn að plana að taka neðri hæðina og lóðina, en núna farinn í að byggja 11 stk rúmlega 200 fm raðhús. Humm ég sem ætlaði ekkert að fara að byggja svona mörg hús aftur. En alla vega þá ákvað ég að slá til þega mér var boðið að koma inn í þennan pakka en þetta getur verið annsi spenandi þar sem þetta er á góðum stað í Norðlingaholtinu. Ef ykkur vantar gott hús þá bara hafa samband. Nú í gær fórum við með Yngsta fjölskyldumeðliminn á hvolpanámskeið og var hún okkur bara til mikils sómaGrin  en ég þakka fyrir að Magga skuli vera með hana þarna þar sem ég sé mig í anda standa með 10 konum hæla hvolpinum eins og smábarni ,ja svo dugleg svo dugleg stelpa humm gæti verið dáldið skrítið fyrir coolið hjá manni er haggiWhistling

Hvolpanámskeiðið byrjað

Jæja þá er ég byrjaður á hlíðninámskeiðinu,Whistling var bara rosa duglegur gengdi bara nokkuð vel enda fékk ég pylsu frá Möggu ef ég var duglegurTounge , en allavega var þetta fyrsti tíminn svo ekki hægt að ætlast til að ég sé strax búinn að læra allt en þó lærði ég að setjastHappy reyndar kunni það en fékk pylsu fyrir þannig að best að leyfa Möggu að halda að hún  hafi verið sigurvegarinnLoL  

Er sumarið komið eða er þetta bara sýnishorn af því sem koma skal

Jæja allir eru að tala um að sumarið sé komiðGrin  og er ég sannarlega einn af þeim sem bíð eftir að það komi með fullum trukki, en veðrið hérna sunnanlands er nú ekki alveg til að hrópa húrra fyrir það er svo sem sól, en mikill vindur. Vonandi förum við að fá hlítt loft og minni vind þannig að maður geti farið að fara af stað með hjólhýsið án þess að hafa áhyggjur af að það fjúki á hliðina eða eitthvað svoleiðis. Nú veðurspáin fyrir næstu helgi er svo sem fín ef maður er vel klæddur sól en kaltFrown hérna sunnanland svona 4-9 gráðu hiti sem er passlegur til aðhalda bjórnum köldum en varla til að halda hita á manni sjálfum. En ég fer samt það skal vera flott veður humm í vesta falli ligg ég inni í hjólhýsi og horfi á imbann, og ef að það verður rok þá fer ég samt, sef þá í hólhýsinu hérna úti á plani fyrir framan húsið set út markisuna, sólstólana fer í kraftgallann og fíla mig í útilegu. Bara skalWhistling  

Stöð 2 og óhæft starfsfólk

nú er ég ekki ánægður með samskipti mín og stöð 2. Ég hafði samband fyrir nokkru síðan og sagðist vera að spá í að færa mig yfir með allan pakkann til stöð 2 til að losna við að vera með alla þessa myndlykla, nú og svo er fótboltinn líka að fara aftur yfir á stöð 2. Nú ég hafði semsagt samband og lét stúlkuna vita hvað ég var að pæla og jú að sjálfssögðu vildu þau fá mig yfir ég er´jú búinn að vera tryggur viðskiptavinur til fjölda ára ég sem sagt ætlaði að bæta við fjölvarpsrásunum en var með stöð2 og sýn fyrir, en ég spurði hvernig yrði græjaðir þessir dagar sem  að eru á milli áskriftatíma á milli stöð 2 og síman og það átti sko ekki að vera neitt mál bara fengi frítt þessa 5 daga sem mismunurinn væri, jú flott ég var bara ánægður með það þangað til í morgun að ég fer að prófa hvort þetta virkar ekki allt saman, nei ekkert tengt´og ég hringi náttúrulega, þar er ´mér sagt af stúlku sem greinilega er akki starfi sýnu hæf þó hún segist vera yfirmaður þarna að þetta bara geti ekki verið, þannig að ég segi við hana nú er ég þá bara að búa þetta til eða ert þú að segja að ég sé að ljúga, ekki vildi hún meyna það en þetta getur bara ekki verið, ég sagði að annaðhvort kippi hún þessu í liðinn eða að ég færði bara allar áskriftir frá fyrirtækinu þar sem greinilegt er að ekki er vilji til að halda í gamla og trausta kúnna, þetta er ekki spurning í mínum huga um kostnað enda er hann ekki nema einhverjir örfáir þúsundkallar heldur er þetta spurning um að standa við samninga sem að þau greinilega vilja ekki gera. Mér finnst ansi skrítið þegar stelpukjáni sem greinilega er ekki starfi sýnu hæf fær að taka ákvarðanir fyrir fyrirtækið en ég í mínu tilfelli hef ég verið að borga´um 130 þúsund á ári bara til stöð 2 svo henda þau frá sér svona samning fyrir smottery, en allavega ég er ánægður fer með lykilinn skila honum inn.

Ferðalög

Er að velta fyrir mér ferðalögum, hvers vegna sumir nenna að vera sífelt að ferðast skoða náttúruna fara á framandi staði og þessháttar. Nú hvað mig varðar þá er fátt skemmtilegra en eð vera í góðra vina hópi einhversstaðar í Íslenskri náttúru og njóta landsins nú eða vera erlendis og skoða nýja hluti, en við erum  svo heppin að búa á Íslandi, þá sér í lagi þegar veðrið leikur við okkur eins og núna. Að fara til útlanda er einnig frábær skemmtun, og hef ég verið svo heppinn að hafa getað ferðast töluvert um ævina og er ekkert á leiðinni með að hætta því. En svo er hinn hópurinn sem ég reyndar skil að vissu leiti hann segir til hvers að ferðast þegar maður getur bara farið á netið og séð þetta allt þar, humm held reyndar að það sé ekki sama upplifunin en með tækninni sem við höfum í dag er ótrúlegt hvað hægt er að gera það er engu líkara en að maður sé á staðnum. Nú allavega þá var ég að setja gaskútana í hjólhýsið, rafgeymirinn er kominn í og búinn að skola út vatnstankinn nú svo varð maður að prufa hitann hvort þetta virki ekki örugglega allt saman og mér sýnist það bara, en samt er eitt vandamál ég man ekkert hvernig ég svissa á milli gassins og rafmagnið þetta er ferlega auðvelt en ég bara man ekkert hvernig ég á að gera það, ætli ég laumi mér ekki niður í seglagerð og kem með spurningu sem hann verður að sýna mér þetta   verð samt að passa mig að láta ekki vita að ég viti þetta ekki, maður verður jú að halda coolinu er það ekkiWhistling

Hjólhýsið komið í hlað og afmælin búin

Jæja loksins er hjólhýsið komið í hlaðGrin  núna getum við farið að græja það setja sjónvarpið sem ég var að versla og setja græjurnar í húsið. Við getum varla beðið eftir að komast af stað og ferðast um okkar frábæra land, en það er mín skoðun að landið okkar er frábært og ættum við að gera meira af því að skoða eigið land.   En dagurinn i dag er búinn að vera strembin en Þó sér í lagi fyrir Möggu en hún byrjaði eldsnemma að undirbúa afmælin en við vorum með þrefalt afmæli í dag, hún er ótrúlega lagin við það sem hún tekur sér fyrir hendur, að sjá skreytingarnar og natnina sem hún leggur í verkin sýn er hrein unun, þið getið rétt  ýmindað ykkur hvað hún leggur sig  fram við að Whistling  ja ekki meir um það en allavega er ég heppinn  he he

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband